De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   þri 23. maí 2023 23:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Raphinha sýndi Vinicius Junior stuðning
Mynd: EPA

Vinicius Junior leikmaður Real Madrid hefur verið mikið í fréttum á þessari leiktíð fyrir miður skemmtilega hluti.

Hann hefur orðið fyrir gríðarlega miklum rasisma og er ósáttur með aðgerðarleysi spænsku deildarinnar.


Hann varð fyrir rasisma í leik Real Madrid gegn Valencia og var svo rekinn af velli fyrri að kýla frá sér eftir að leikmaður Valencia tók hann hálstaki.

Það er mikill rígur milli Real Madrid og Barcelona en Raphinha, landi Vinicius og leikmaður Barcelona setti hann til hliðar í kvöld þegar hann sýndi landa sínum stuðning.

Hann var í bol innan undir treyjunni sem hann sýndi þegar hann var tekinn af velli í tapi Barcelona gegn Valladolid í kvöld. Þar voru skilaboð til Vinicius.

Hann var með texta á bolnum sem Vinicius er með húðflúraðan á sig.


Athugasemdir
banner
banner