Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   fim 23. maí 2024 20:33
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Dusseldorf í góðri stöðu - Spilar Ísak í efstu deild á næstu leiktíð?
Mynd: Getty Images

Dusseldorf er í ansi góðum málum í umspili um sæti í efstu deild í Þýskalandi eftir sigur á Bochum í kvöld.


Ísak Bergmann Jóhannesson kom inn á sem varamaður undir lok leiksins en þá var staðan orðin 3-0 og fleiri mörk urðu ekki skoruð.

Þessi leikur fór fram á heimavelli Bochum en liðin mætast aftur í Dussledorf á mánudaginn. Ljóst er að Dusseldorf sé í ansi vænlegri stöðu en allt getur gerst í fótboltanum.

Ísak er á láni hjá Dusseldorf frá FC Kaupmannahöfn og spurning hvort leikurinn á mánudaginn sé hans síðasti fyrir liðið eða að hann taki slaginn með liðinu, mögulega í efstu deild, á næstu leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner
banner