Rabiot nálgast Man Utd - Mount til sölu - Branthwaite fær stórbættan samning - Kante hefur náð samkomulagi við West Ham
   þri 19. mars 2024 16:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Búdapest
Ísak: Ætla að kaupa mig ef þeir eiga nægan pening
Icelandair
Ísak er tvítugur miðjumaður sem á tvö ár eftir af samningi sínum við FCK.
Ísak er tvítugur miðjumaður sem á tvö ár eftir af samningi sínum við FCK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Standið á mér er mjög gott, ég er búinn að spila nánast allar mínútur með Düsseldorf, búinn að skora og leggja upp (mörk)," sagði landsliðsmaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson við Fótbolta.net eftir landsliðsæfingu í gær.

Miðjumaðurinn var aðeins spurður út í stöðu mála hjá félagsliði sínu í Þýskalandi. Liðið er í fjórða sæti 2. Bundesliga og einu stigi frá sæti í umspili um sæti í efstu deild.

„Hamburg er í umspilssætinu um að fara upp, það er hörku barátta um að fara upp, það var markmiðið fyrir tímabilið og það væri geðveikt að fara upp í Bundesliguna," sagði Ísak.

Hann er á láni frá FC Kaupmannahöfn en í lánssamningum er kaupmöguleiki fyrir þýska félagið.

„Þeir hafa komið með það út að þeir ætla að kaupa mig ef þeir eiga nægan pening. Mér líður ótrúlega vel þarna, væri náttúrulega geðveikt að fara upp í Bundesliguna og Düsseldorf er geggjuð borg," sagði Ísak.
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Athugasemdir
banner
banner
banner