Fram heimsóttu ÍBV í dag í sól en engu að síður var dálítð hvasst í upphafi leiks. Eyjamenn höfðu betur að leikum 1-0 en leikurinn var mjög bragðdaufur og lítið um færi.
,,Þetta var erfitt, það var mikill vindur í upphafi leiks og við vorum á móti vindinum í fyrri hálfleik og mér fannst við höndla hann ágætlega og gáfum ekki mörg færi á okkur. Ég er ekki eins ánægður með seinni hálfleikinn, þá erum við að spila undan rokinu og vorum að sparka mikið undan því og þegar við vorum niðri á grasinu vorum við ónákvæmir og óþolinmóðir".
Bjarni Hólm Aðalsteinsson meiddist snemma í leiknum og þurfti að fara af velli.
,,Við höldum að það sé tognun á liðböndum í hné, sem að er ekki gott og vonandi er það ekki meira en það en við verðum að bíða að sjá þangað til á morgun þegar við komumst í bæinn og í læknishendur hver staðan er".
Fram spilaði í 120 mínútur síðasta miðvikudag gegn Víking Ólafsvík í bikarnum.
,,Ég vil nú ekki kenna því um en eitthvað var það, við vorum að spila megnið á sömu mönnunum og við höfum gert og við tókum ekki eins góðar ákvarðanir á boltanum sem getur sýnt að það sé þreyta".
Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir