Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 23. júní 2021 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hljóp inn á með regnbogafána í München
Manuel Neuer er auðvitað með regnbogabandið sitt.
Manuel Neuer er auðvitað með regnbogabandið sitt.
Mynd: EPA
Núna er í gangi leikur Þýskalands og Ungverjalands í lokaumferð riðlakeppni Evrópumótsins. Staðan er óvænt 1-0 fyrir Ungverjaland en það er um hálftími liðinn af leiknum.

Harðar deilur sköpuðust fyrir leik eftir að UEFA hafnaði beiðni borgarstjóra München um að keppnisvöllurinn, Allianz Arena, yrði lýstur upp í regnbogalitunum.

Borgarstjórinn, Dieter Reiter, sendi inn beiðnina til að mótmæla nýjum reglum í Ungverjalandi sem þrengja að réttindum hinsegin fólks. Bannað er að deila hlutum sem eru talin styðja við samkynhneigð eða kynbreytingu til fólks sem er undir 18 ára.

UEFA hafnaði beiðninni frá Þýskalandi á þeim forsendum að pólitísk skilaboð eigi ekki heima í íþróttinni, UEFA sé stjórn­mála­lega og trú­ar­lega hlut­laust.

UEFA hefur fengið harða gagnrýni eftir höfnunina.

Fyrir leikinn í kvöld hljóp einstaklingur inn á völlinn með regnbogafána. Þessu fagnaði fólkið á vellinum vel og innilega. Vel gert!


Athugasemdir
banner
banner