Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 23. júní 2021 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Spenntir fyrir leiknum gegn KA - Fer í vissan gír fyrir bikarleiki
Einar Karl.
Einar Karl.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Stjarnan mætir KA í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld. Leikurinn fer fram á Samsungvellinum í Garðabæ og er einn af þremur Pepsi Max-deildar slögum í umferðinni.

Einar Karl Ingvarsson ræddi við Fótbolta.net í gær og var hann spurður út í leikinn í dag. Liðin mættust í 6. umferð deildarinnar, fyrir um mánuði síðan, og þá vann KA 0-1 í Garðabænum.

Einar var spurður hvernig honum litist á leikinn gegn KA.

„Bara mjög vel, við spiluðum á móti þeim nýlega og töpuðum 1-0. Þar fannst mér við spila ágætan leik, vorum fínir. Ég held að bikarleikir séu aðeins öðruvísi en deildarleikir, maður fer í vissan gír og það vilja allir vera í bikarnum. Við erum helvíti spenntir fyrir leiknum og 100% klárir í að fara áfram í þessari keppni."

Er einhver hefndarhugur í ykkur eftir tapið í deildinni?

„Nei, nei, ekkert sem ég allavega pæli í. Sá leikur fór bara eins og hann fór og við ætlum bara að vinna þennan leik. Það er ekkert flóknara en það," sagði Einar Karl.

Leikurinn hefst klukkan 18:00 í kvöld og verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolti.net.

Sjá einnig:
Finnur fyrir trausti og léttari stemningu - „Hafði bara nanósekúndu til að ákveða mig"
Þrír frábærir spyrnumenn - „Myndi alltaf rétta Hilmari Árna boltann fyrst"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner