West Ham í viðræðum um Kante - Tottenham hefur áhuga á miðjumanni Man Utd - Fulham vill Andre
   sun 23. júní 2024 20:40
Ívan Guðjón Baldursson
Emerson Royal stoltur af áhuga frá AC Milan
Emerson á tvö ár eftir af samningi sínum við Tottenham og hefur spilað 101 leik á þremur árum hjá félaginu.
Emerson á tvö ár eftir af samningi sínum við Tottenham og hefur spilað 101 leik á þremur árum hjá félaginu.
Mynd: EPA
Brasilíski bakvörðurinn Emerson Royal er líklega á förum frá Tottenham í sumar og hefur ítalska stórliðið AC Milan áhuga.

Milan hefur verið orðað við Emerson í sumar og var leikmaðurinn spurður út í orðróminn.

„Ég veit að Milan setti sig í samband við Tottenham útaf mér og ég er stoltur af því. Milan er mikilvægt félag," sagði Emerson.

„Við sjáum til hvað gerist í sumar. Ég er bara ánægður að þeir séu að sýna mér áhuga."

Emerson er 25 ára gamall og var keyptur til Tottenham fyrir um 26 milljónir punda sumarið 2021, eftir að hafa spilað fyrir Real Betis á láni frá Barcelona í tvö ár.
Athugasemdir
banner
banner