Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   sun 23. júní 2024 20:46
Daníel Smári Magnússon
Haddi: Ekki auðvelt að vera neðstur og fá svona högg aftur og aftur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta eru þrjú risa stór stig. Það eru ekki eins miklir yfirburðir og þegar við mættum þeim síðast en mikið hjarta í liðinu og enn og aftur erum við slegnir niður," sagði Hallgrímur Jónasson þjálfari KA eftir dramatískan 3 - 2 sigur á Fram í Bestu-deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: KA 3 -  2 Fram

„Við eigum að skora allavega 3 mörk í fyrri hálfleik en fáum svo á okkur tvö mörk, annað virkilega ódýrt og hitt úr horni. Við fórum inn í hálfleik 2-1 undir og fannst það ekki sanngjarnt því þetta var jafn fyrri hálfleikur."

„Svo var seinni hálfleikur ekki eins góður að okkar hálfu og þeir náðu að halda okkur niðri og fengu fullt af hornum og svona. Það er bara svo mikill karakter í þessu liði og vilji að þrátt fyrir það komum við til baka og þrýstum þeim rosalega mikið niður í lokin. Skorum tvö mörk og það var æðislegt að sjá Danna setja þriðja markið í uppbótartíma. Það gerir virkilega mikið fyrir okkur."


Nánar er rætt við hann í spilaranum að ofan en KA var fyrir leikinn í botnsæti deildarinnar og Haddi sagði: „Ég er ánægður með karakterinn í strákunum, það er ekki auðvelt að vera neðstur í deildinni og vá svona högg aftur og aftur. Við náðum að koma okkur út úr því. Liðið er stútfullt af strákum sem þykja vænt um hvorn annan og félagið og þeir eru til í að leggja þetta á sig."


Athugasemdir
banner
banner