West Ham í viðræðum um Kante - Tottenham hefur áhuga á miðjumanni Man Utd - Fulham vill Andre
Þór/KA þarf að fara í alvöru naflaskoðun - „Ekki mjög bjartsýnn á eitt né neitt akkúrat núna"
John Andrews um Bergþóru: Í skýjunum með að hún hafi valið okkur
Höskuldur: Bara að sparka eins fast og maður gat og það endaði vel
Dóri Árna: Við vorum betra liðið í 173 mínútur af þessu einvígi
Haraldur Freyr: Hann bað liðsfélaga sína afsökunar
Aron Snær: Að einhver blaðra sé sprungin er mjög þreytt
Óli Hrannar: Þurfum að byrja leikina betur ef við ætlum að komast eitthvað hærra í þessari töflu
Gunnar Heiðar: Það er skemmtilegra að fá græna punktinn
Árni Guðna: Þurfum að læra af því
Anton Ari: Hellidemban fyrir leik var náttúrulega bara snilld
Úlfur: Hann er það markagráðugur að hann er ekki að reyna fiska neitt
Rangur maður rekinn af velli: Dómararnir gátu ekki gefið nein skýr svör
Brynjar Kristmunds: Koðnuðum niður gegn ástríðufullu liði
Var sleginn í andlitið af leikmanni - „Auðvelt að spjalda unga þjálfara“
Arnar Laufdal þarf að vinna í landafræðinni - „Geggjuð keppni fyrir stráka eins og okkur"
Jakob valdi KR: Ég fundaði með sex félögum
Dóri Árna: Þurfum að standa upp og svara almennilega
Höskuldur: Erum að missa stórkostlegan leikmann
Ekki erfitt val þó áhuginn hafi verið mikill - „Mjög góð ákvörðun hjá mér í fyrra"
Stór stund fyrir Kötlu - „Bara alveg frá því ég byrjaði í fótbolta"
   sun 23. júní 2024 20:46
Daníel Smári Magnússon
Haddi: Ekki auðvelt að vera neðstur og fá svona högg aftur og aftur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta eru þrjú risa stór stig. Það eru ekki eins miklir yfirburðir og þegar við mættum þeim síðast en mikið hjarta í liðinu og enn og aftur erum við slegnir niður," sagði Hallgrímur Jónasson þjálfari KA eftir dramatískan 3 - 2 sigur á Fram í Bestu-deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: KA 3 -  2 Fram

„Við eigum að skora allavega 3 mörk í fyrri hálfleik en fáum svo á okkur tvö mörk, annað virkilega ódýrt og hitt úr horni. Við fórum inn í hálfleik 2-1 undir og fannst það ekki sanngjarnt því þetta var jafn fyrri hálfleikur."

„Svo var seinni hálfleikur ekki eins góður að okkar hálfu og þeir náðu að halda okkur niðri og fengu fullt af hornum og svona. Það er bara svo mikill karakter í þessu liði og vilji að þrátt fyrir það komum við til baka og þrýstum þeim rosalega mikið niður í lokin. Skorum tvö mörk og það var æðislegt að sjá Danna setja þriðja markið í uppbótartíma. Það gerir virkilega mikið fyrir okkur."


Nánar er rætt við hann í spilaranum að ofan en KA var fyrir leikinn í botnsæti deildarinnar og Haddi sagði: „Ég er ánægður með karakterinn í strákunum, það er ekki auðvelt að vera neðstur í deildinni og vá svona högg aftur og aftur. Við náðum að koma okkur út úr því. Liðið er stútfullt af strákum sem þykja vænt um hvorn annan og félagið og þeir eru til í að leggja þetta á sig."


Athugasemdir
banner
banner