Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
   sun 23. júní 2024 20:46
Daníel Smári Magnússon
Haddi: Ekki auðvelt að vera neðstur og fá svona högg aftur og aftur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta eru þrjú risa stór stig. Það eru ekki eins miklir yfirburðir og þegar við mættum þeim síðast en mikið hjarta í liðinu og enn og aftur erum við slegnir niður," sagði Hallgrímur Jónasson þjálfari KA eftir dramatískan 3 - 2 sigur á Fram í Bestu-deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: KA 3 -  2 Fram

„Við eigum að skora allavega 3 mörk í fyrri hálfleik en fáum svo á okkur tvö mörk, annað virkilega ódýrt og hitt úr horni. Við fórum inn í hálfleik 2-1 undir og fannst það ekki sanngjarnt því þetta var jafn fyrri hálfleikur."

„Svo var seinni hálfleikur ekki eins góður að okkar hálfu og þeir náðu að halda okkur niðri og fengu fullt af hornum og svona. Það er bara svo mikill karakter í þessu liði og vilji að þrátt fyrir það komum við til baka og þrýstum þeim rosalega mikið niður í lokin. Skorum tvö mörk og það var æðislegt að sjá Danna setja þriðja markið í uppbótartíma. Það gerir virkilega mikið fyrir okkur."


Nánar er rætt við hann í spilaranum að ofan en KA var fyrir leikinn í botnsæti deildarinnar og Haddi sagði: „Ég er ánægður með karakterinn í strákunum, það er ekki auðvelt að vera neðstur í deildinni og vá svona högg aftur og aftur. Við náðum að koma okkur út úr því. Liðið er stútfullt af strákum sem þykja vænt um hvorn annan og félagið og þeir eru til í að leggja þetta á sig."


Athugasemdir
banner