Mörg félög hafa áhuga á Rashford - Fara Antony og Zirkzee á láni? - Undirbúa brottför Alonso - Arsenal skoðar að stækka Emirates
Brynjar Björn: Ég hætti hérna eftir tímabilið
Óskar Hrafn: Fótbolti er núvitund
Þorsteinn Aron: Þriðja sigurmarkið á þessu tímabili
Rúnar ósáttur við ákvörðun HK: Við reynum að vera heiðarlegir
Ómar: Ekki okkar að kasta honum til þeirra á svona augnabliki
Mathias Præst: Ein mynd skiptir ekki öllu máli
Jökull: Nánast bara eitt lið á vellinum
Dóri Árna: Hvað er í gangi hérna?
Höskuldur um komandi úrslitaleik: Ánægður að við þurfum að sækja sigur
Elfar Árni: Tækifærin verið of fá fyrir minn smekk
Davíð Smári: Létum þá líta út eins og Barcelona árið 2009
Skilur ekki á hvað var dæmt - „Þetta átti að vera mark“
Tufa: Alvöru sigurvegarar standa upp þegar þeir eru kýldir í magann
Segir að Viðar hafi verið í banni - Einungis fengið eitt spjald
Djuric: Ótrúlegasta sem ég hef spilað í
Heimir: Ekkert sérstakt að eiga met sem verður aldrei slegið í því að vera lélegur
Arnar orðlaus: Eiginlega ekki hægt að segja neitt
Sindri Kristinn: Hann setur hann yfirleitt í vinkilinn þannig ég ætlaði að láta mig flakka þar
Jón Þór brjálaður: Er verið að gera grín að okkur?
Gylfi Þór: Það gæti orðið minn síðasti leikur
   sun 23. júní 2024 20:46
Daníel Smári Magnússon
Haddi: Ekki auðvelt að vera neðstur og fá svona högg aftur og aftur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta eru þrjú risa stór stig. Það eru ekki eins miklir yfirburðir og þegar við mættum þeim síðast en mikið hjarta í liðinu og enn og aftur erum við slegnir niður," sagði Hallgrímur Jónasson þjálfari KA eftir dramatískan 3 - 2 sigur á Fram í Bestu-deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: KA 3 -  2 Fram

„Við eigum að skora allavega 3 mörk í fyrri hálfleik en fáum svo á okkur tvö mörk, annað virkilega ódýrt og hitt úr horni. Við fórum inn í hálfleik 2-1 undir og fannst það ekki sanngjarnt því þetta var jafn fyrri hálfleikur."

„Svo var seinni hálfleikur ekki eins góður að okkar hálfu og þeir náðu að halda okkur niðri og fengu fullt af hornum og svona. Það er bara svo mikill karakter í þessu liði og vilji að þrátt fyrir það komum við til baka og þrýstum þeim rosalega mikið niður í lokin. Skorum tvö mörk og það var æðislegt að sjá Danna setja þriðja markið í uppbótartíma. Það gerir virkilega mikið fyrir okkur."


Nánar er rætt við hann í spilaranum að ofan en KA var fyrir leikinn í botnsæti deildarinnar og Haddi sagði: „Ég er ánægður með karakterinn í strákunum, það er ekki auðvelt að vera neðstur í deildinni og vá svona högg aftur og aftur. Við náðum að koma okkur út úr því. Liðið er stútfullt af strákum sem þykja vænt um hvorn annan og félagið og þeir eru til í að leggja þetta á sig."


Athugasemdir
banner