Risaverðmiði á Isak sem er á óskalista Chelsea - Bayern ætlar að reyna við Onana - Áhugi frá Sádi-Arabíu á Garnacho
   sun 23. júní 2024 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thomas Mikkelsen: Ég er eins og gott rauðvín
Thomas Mikkelsen.
Thomas Mikkelsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Thomas Mikkelsen, fyrrum sóknarmaður Breiðabliks, er í leit að nýju félagi þar sem hann er að yfirgefa Kolding.

Mikkelsen, sem er 34 ára, spilaði með Breiðabliki frá 2018 til 2021 og var á þeim tíma einn besti sóknarmaður Bestu deildarinnar.

Mikkelsen átti gott tímabil með Kolding og skoraði tólf mörk í dönsku B-deildinni. Hann segist sjálfur vera eins og gott rauðvín.

„Ég er eins og góð rauðvínsflaska, verð bara betri með aldrinum," segir Mikkelsen við Tipsbladet en í dönskum fjölmiðlum daðrar hann við OB sem féll úr dönsku úrvalsdeildinni á nýliðnu tímabili. Mikkelsen lék áður með OB og er með tengingu þangað.

Fyrir tímabilið sem er núna í gangi voru sögur um að hann væri að koma aftur til Íslands og það er spurning hvort það verði að veruleika núna í sumar. Hann útilokar ekki neitt.

„Ef rétta tilboðið kemur, þá útiloka ég ekki neitt," segir danski sókarmaðurinn.
Athugasemdir
banner
banner