Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 23. júlí 2022 17:54
Ívan Guðjón Baldursson
2. deild: Ægir endurheimti annað sætið
Dimi gerði sigurmark Ægismanna enn eina ferðina.
Dimi gerði sigurmark Ægismanna enn eina ferðina.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Ægi tókst að endurheimta 2. sætið í 2. deild karla með sigri gegn botnliði Magna í dag.


Liðin mættust í Þorlákshöfn og tóku gestirnir úr Grenivík forystuna með marki úr vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks.

Cristofer Rolin jafnaði í upphafi síðari hálfleik og gerði hinn óstöðvandi Dimitrije Cokic sigurmark heimamanna á 84. mínútu.

Ægir hoppar þar með uppfyrir Þrótt R. og er í öðru sæti með 28 stig, tveimur stigum meira en Þróttarar.

Ægir 2 - 1 Magni
0-1 Kristófer Óskar Óskarsson ('43 , Mark úr víti)
1-1 Cristofer Moises Rolin ('52 )
2-1 Dimitrije Cokic ('84 )

Höttur/Huginn gerði þá jafntefli við ÍR á meðan Völsungur kom sér upp í fjórða sæti með góðum sigri gegn Víkingi Ólafsvík.

Austfirðingar komust yfir í fyrri hálfleik en Jón Gísli Ström jafnaði fyrir ÍR og urðu lokatölur 1-1. Höttur/Huginn er fimm stigum frá fallsvæðinu á meðan ÍR er um miðja deild.

Völsungur er sex stigum eftir Ægi og fjórum eftir Þrótti í baráttunni um annað sætið. Ólsarar eru sex stigum fyrir ofan fallsvæðið.

Höttur/Huginn 1 - 1 ÍR
1-0 Stefán Ómar Magnússon ('32 )
1-1 Jón Gísli Ström ('45 )

Völsungur 3 - 1 Víkingur Ó.
1-0 Emmanuel Eli Keke ('19 , Sjálfsmark)
2-0 Áki Sölvason ('40 )
2-1 Mikael Hrafn Helgason ('63 )
3-1 Adolf Mtasingwa Bitegeko ('69 )


Athugasemdir
banner
banner
banner