Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 23. júlí 2022 15:07
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Dybala slær met Ronaldo
Mynd: Roma
Það var eðlilega mikill spenningur í stuðningsmönnum Juventus árið 2018 þegar Cristiano Ronaldo gekk til liðs við félagið frá Real Madrid.

Þann dag höfðu aldrei selst jafn margar treyjur á einum degi á Ítalíu í sögunni. Metið hefur þó nú verið slegið samkvæmt heimildum ítalskra fjölmiðla.

Paolo Dybala gekk til liðs við Juventus frá Roma og gerði þriggja ára samning við félagið.

Stuðningsmenn Rómarliðsins tóku vel á móti Dybala og treyjur merktar honum seldust eins og heitar lummur. Þær seldust svo vel að það er talið að Dybala hafi bætt með Ronaldo frá árinu 2018 þó það séu ekki staðfestar tölur til.

Tölfræðin byggist á því hversu margar treyjur voru framleiddar af Juventus á sínum tíma annars vegar og Roma í ár hins vegar.


Athugasemdir
banner
banner
banner