Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 23. júlí 2022 10:00
Brynjar Ingi Erluson
Sólveig snýr aftur í Val (Staðfest)
Sólveig Larsen snýr aftur í Val
Sólveig Larsen snýr aftur í Val
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sólveig Jóhannesdóttir Larsen er komin aftur í Val eftir að hafa verið á láni hjá Aftureldingu.

Sólveig, sem er fædd árið 2000, byrjaði tímabilið með Val og spilaði tvo leiki áður en hún var lánuð í Aftureldingu.

Þar spilaði hún sex leiki og skoraði eitt mark áður en deildin fór í frí vegna Evrópumótsins.

Lánssamningnum er lokið og er hún nú mætt aftur í raðir Vals.

Sólveig á að baki 68 leiki í efstu deild með Val, Breiðabliki, Fylki, Aftureldingu og HK/Víkingi.

Í lok júní skoraði hún í 2-0 sigri U23 ára landsliðs Íslands á Eistlandi en leikurinn er flokkaður sem A-landsleikur samkvæmt KSÍ. Hún á þá 32 leiki og fimm mörk fyrir yngri landsliðin.
Athugasemdir
banner
banner