„Alltaf bara ángæður með sigurinn en svolítið tveir hálfleikar. Mér fannst við spila frábæran fyrri hálfleik, algjörir yfirburðir á vellinum. Ég held að við vorum með boltann einhver 70 prósent í leiknum, sköpum okkur helling af færum og eina svekkelsið í fyrri hálfleik var bara að skora eitt mark." sagði Arnar Grétarsson þjálfari Vals eftir sigurinn á Fram á Origo vellinum í kvöld.
Lestu um leikinn: Valur 1 - 0 Fram
„Ég hefði vilja sjá okkur aðeins hugaðri í seinni hálfleik og spila meira fram á við, við fórum ansi mikið til hliðar eða til baka og Fram áttu eitt eða tvö móment þar sem þeir hefðu geta komist inn í leikinn en ég held að við hefðum samt fengið tvö alveg hrikalega fín færi í seinni hálfleik líka. Það er búið að vera smá bras að nýta færin, það er bara sama á móti Stjörnunni um daginn þar fengum við helling af færum en nýttum þau ekki og fengum mikið af færum í dag og nýttum bara eitt og það getur kostað, það kostaði í síðasta leik en ekki í dag."
„Ég segi alltaf að þú verst frá fremsta manni til aftasta, það er ekki bara markvörðurinn og varnarlínan. Þegar fremstu menn eru ekki duglegir að þá er aðeins meira vesen fyrir þessa öftustu þannig við verjumst sem lið og sækjum sem lið þannig það er svona bara kredit á allt liðið"
Orri Sigurður Ómarsson var ekki í leikmanna hópi Vals í kvöld og segir Arnar Grétarsson þjálfari Vals hann ekki vera á förum.
„Nei nei. Núna eru allir að koma til baka og raðirnar að þéttast og þá þurfa menn bara að velja hverjir eru mest tilbúnir og svo framvegis og það er ekkert öðruvísi."