Real Madrid setur Alexander-Arnold í forgang - Barella orðaður við mörg félög - Tekur Montella við af Ten Hag? - Liverpool horfir á varnarmann Sevilla
   þri 23. júlí 2024 11:00
Elvar Geir Magnússon
Tíu leikmenn í enska sem þurfa nauðsynlega að fara annað
Mynd: Getty Images
Það eru ýmsar hræringar á markaðnum en enska úrvalsdeildin fer af stað í næsta mánuði. Mirror tók saman lista yfir tíu leikmenn í deildinni sem þurfa nauðsynlega að færa sig um set í sumarglugganum.

Mynd: Getty Images

Trevoh Chalobah
Enzo Maresca stjóri Chelsea ákvað að taka enska varnarmanninn ekki með liðinu í æfingaferð til Bandaríkjanna. Crystal Palace, West Ham, Fulham og Nottingham Forest hafa öll sýnt honum áhuga.

Cesare Casadei, David Datro Fofana og Malang Sarr voru líka meðal þeirra sem skildir voru eftir heima og gætu allir kvatt Stamford Bridge í sumar.
Mynd: EPA

Kalvin Phillips
Manchester City mun væntanlega losa sig við enska miðjumanninn í sumar en hlutabréfin í honum hafa hríðlækkað. Var lykilmaður í landsliðinu fyrir nokkrum árum en átti algjörlega misheppnaða lánsdvöl hjá West Ham á síðasta tímabili.

Everton og Fulham hafa sýnt honum áhuga.
Mynd: EPA

Romelu Lukaku
Verið lánaður til Ítalíu á síðustu tímabilum en nú hlýtur hann að kveðja Chelsea fyrir fullt og allt. Belgíski sóknarmaðurinn hefur verið sterklega orðaður við Napoli þar sem hann myndi endurnýja kynni sín við Antonio Conte.
Mynd: Getty Images

Emile Smith Rowe
Samblanda af samkeppninni hjá Arsenal og meiðslum hafa hamlað spiltíma hans. Síðustu tvö ár hefur hann bara byrjað þrjá úrvalsdeildarleiki og nú er líklega kominn tími til að halda annað. Crystal Palace og Fulham hafa áhuga.
Mynd: EPA

Kepa Arrizabalaga
Spænski markvörðurinn er annar leikmaður sem fór ekki með Chelsea í æfingaferðina. Var á láni hjá Real Madrid á síðasta tímabili. Kepa hefur verið orðaður við Sádi-Arabíu en Chelsea vill fá Filip Jorgensen frá Villarreal til að veita Robert Sanchez samkeppni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Caoimhin Kelleher
Þessi 25 ára írski markvörður vill verða aðalmarkvörður og það tækifæri býðst ekki hjá Liverpool. Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari Írlands hefur sagt að Kelleher verði að fara frá Anfield. Hefur verið orðaður við Nottingham Forest og Celtic.
Mynd: Getty Images

Nat Phillips
Liverpool gæti einnig reynt að selja Phillips í sumar. Þessi 27 ára varnarmaður hefur farið þrívegis á lán síðustu tímabil. Hefur ekki spilað fyrir Liverpool síðan í bikarleik gegn Wolves í janúar í fyrra. Trabzonspor gerði tilboð í hann og Scott Parker nýr stjóri Burnley er aðdáandi.
Mynd: EPA

Yan Couto
Hefur ekki spilað einn leik á fjórum árum hjá Manchester City og mun líklega yfirgefa félagið fyrir fullt og allt í sumar. Dortmund mun líklega gera tilboð í þennan 22 ára bakvörð sem hefur þrjú síðustu tímabil verið lánaður til Girona, systurfélags City.
Athugasemdir
banner
banner