Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 23. ágúst 2019 20:21
Ívan Guðjón Baldursson
Guðlaugur Victor gerði jafntefli - Jökull fékk þrjú á sig
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn er Darmstadt gerði markalaust jafntefli við Dynamo Dresden í þýsku B-deildinni.

Guðlaugur Victor er fastamaður í liði Darmstadt sem er komið með fimm stig eftir fjórar fyrstu umferðirnar.

Darmstadt endaði um miðja deild á síðustu leiktíð, ellefu stigum frá fallsæti og ellefu stigum frá því að komast upp.

Darmstadt 0 - 0 Dynamo Dresden

Anna Björk Kristjánsdóttir og stöllur í PSV lögðu Heerenveen að velli fyrr í dag.

Liðin mættust í fyrstu umferð deildartímabilsins á Hollandi og lenti PSV ekki í sérlega miklum erfiðleikum.

Heerenveen 1 - 4 PSV
0-1 J. Kuijpers ('14)
1-1 M. Bross ('14)
1-2 J. Smits ('24)
1-3 S. Yuceil ('53)
1-4 J. Smits ('83)

Jökull Andrésson, sem verður 18 ára um helgina, varði mark varaliðs Reading í 3-0 tapi gegn West Ham í dag.

Jökull gerðist brotlegur og fékk gult spjald undir lok fyrri hálfleiks og kom annað mark Hamranna í kjölfarið af því.

Reading er með þrjú stig eftir þrjár fyrstu umferðirnar. Liðið vann Newcastle 6-0 í fyrstu umferð en tapaði síðan fyrir Manchester United. Jökull er aðalmarkvörður varaliðsins.

West Ham U23 3 - 0 Reading U23

Böðvar Böðvarsson var þá ónotaður varamaður í 3-2 sigri Jagiellonia gegn Wisla Kraká í stórleik í efstu deild pólska boltans.

Jagiellonia er með ellefu stig eftir sex umferðir og hefur Böðvar fengið að spila tvo heila leiki hingað til. Þeir voru báðir á útivelli og lauk með jafntefli.

Jagiellonia 3 - 2 Wisla Krakow
Athugasemdir
banner
banner
banner