Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 23. ágúst 2019 15:00
Magnús Már Einarsson
Rautt spjald ef leikmaður mætir í VAR herbergið
Mynd: Getty Images
VAR hefur verið tekið í gagnið í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og sitt sýnist hverjum um ágæti þess.

VAR herbergið fyrir ensku úrvalsdeildina er staðsett í Stockley Park í London en þar sitja dómarar og taka ákvarðanir út frá myndbandsupptökum.

Ef reglugerðir í kringum VAR eru skoðaðar er ein áhugaverð regla sem snýr að leikmönnum í ensku úrvalsdeildinni.

Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni fær sjálfkrafa rautt spjald ef hann ákveður að gera sér ferð í VAR herbergið til að ræða við dómarana þar.

Afar ólíklegt er að einhver leikmaður taki upp á þessu en 20 kílómetrar eru frá VAR herberginu í átt að næsta leikvangi í ensku úrvalsdeildinni en það er Vicarage Road heimavöllur Watford.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner