Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 23. september 2020 17:47
Ívan Guðjón Baldursson
Frank de Boer tekinn við hollenska landsliðinu (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Hollenska landsliðið er búið að finna arftaka Ronald Koeman sem tók við Barcelona í sumar. Sá heitir Frank de Boer og ætti að vera kunnur knattspyrnuunnendum víða um heim.

Frank lék meðal annars fyrir Ajax, Barcelona og hollenska landsliðið á atvinnumannaferli sínum ásamt tvíburabróður sínum Ronald de Boer.

Bræðurnir eru 50 ára gamlir og hefur Frank starfað sem aðalþjálfari Atlanta United í bandarísku MLS deildinni undanfarin tvö ár. Þar áður stýrði hann Ajax, Inter og Crystal Palace.

Þessi ráðning hefur vakið mikla athygli en Frank átti erfitt uppdráttar hjá bæði Inter og Crystal Palace.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner