Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 23. september 2020 20:26
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Kolbeinn skoraði fyrir varalið Dortmund
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Wiedenbruck 1 - 4 Dortmund II
1-0 P. Beckhoff ('33)
1-1 A. Bakir ('45)
1-2 S. Tigges ('64)
1-3 T. Duman ('73)
1-4 Kolbeinn Birgir Finnsson ('83)

Kolbeinn Birgir Finnsson skoraði í góðum sigri varaliðs Dortmund gegn Wiedenbruck í þýsku D-deildinni.

Dortmund er á toppi síns riðils eftir sigurinn, með 13 stig eftir 5 umferðir.

Kolbeinn, sem er uppalinn hjá Fylki, gekk í raðir Dortmund í fyrra eftir að hafa verið hjá Brentford í rúmt ár. Þar áður var hann á mála hjá Groningen í Hollandi í tvö ár.

Kolbeinn er fæddur 1999 og á 40 landsleiki að baki fyrir Ísland, tveir þeirra eru fyrir A-liðið og hinir fyrir yngri liðin.
Athugasemdir
banner
banner
banner