Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 23. september 2020 15:15
Magnús Már Einarsson
Toppslagur Pepsi Max-deildar kvenna færður
Breiðablik vann fyrri leikinn gegn Val 4-0.
Breiðablik vann fyrri leikinn gegn Val 4-0.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Búið er að færa toppslag Vals og Breiðabliks í Pepsi Max-deildinni til föstudagsins 2. október.

Liðin áttu að mætast á miðvikudaginn í næstu viku en nú er búið að ákveða að leikurinn fari fram á föstudegi klukkan 19:15 á Origo-vellinum.

Valur er einu stigi á undan Breiðabliki en Blikar eiga leik til góða gegn botnliði KR.

Í fyrra mættust þessi lið í hálfgerðum úrslitaleik í næstsíðustu umferð deildarinnar og yfirgnæfandi líkur eru á að einnig verði um að ræða hálfgerðan úrslitaleik í ár.

Áður en að þessum leik kemur mætir Breiðablik liði ÍBV á laugardaginn á meðan Valur heimsækir Fylki.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner