Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 23. september 2020 13:00
Magnús Már Einarsson
Wolves vantar einn mann til að vera með portúgalskt byrjunarlið
Nuno Espirito Santo er duglegur að sækja landa sína.
Nuno Espirito Santo er duglegur að sækja landa sína.
Mynd: Getty Images
Wolves keypti í morgun portúgalska bakvörðinn Nelson Semdo frá Barcelona á 29 milljónir punda.

Þar með er Wolves komið með tíu portúgalska leikmenn í leikmannahóp sinn.

Portúgalska tengingin er sterk hjá Úlfunum en Nuno Espirito Santo, stjóri liðsins, er frá Portúgal.

BBC bendir á það í dag að Wolves vanti einungis einn portúgalskan miðvörð til að geta stillt upp heilu byrjunarliði skipað leikmönnum frá Portúgal.

Portúgalski umboðsmaðurinn Jorge Mendes hefur átt þátt í að koma mörgum leikmönnum til Wolves og hver veit nema hann bæti miðverði í hópinn á næstunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner