Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 23. september 2022 08:40
Brynjar Ingi Erluson
„Bjuggum bara hlið við hlið og svo allt í einu var hann farinn"
Kristófer Ingi Kristinsson samdi við VVV Venlo
Kristófer Ingi Kristinsson samdi við VVV Venlo
Mynd: VVV Venlo
Kristófer Ingi Kristinsson samdi við hollenska B-deildarfélagið VVV Venlo undir lok gluggans en það kom Atla Barkasyni, fyrrum liðsfélaga hans í danska liðinu SönderjyskE, á óvart.

Stjörnumaðurinn gekk í raðir SönderjyskE á síðasta ári og hálfu áru síðar kom Atli frá Víkingi eftir að hafa unnið Íslands- og bikarameistaratitilinn með liðinu.

Þeir spiluðu saman í fallbaráttunni í dönsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og fóru með liðinu niður í B-deildina.

Félagarnir bjuggu hlið við hlið í Danmörku en á gluggadaginn flaug Kristófer til Hollands, samdi við VVV Venlo og Atli því einn eftir hjá SönderjyskE.

„Já, það kom mér alveg smá á óvart. Það var á gluggadeginum sem hann var að fara. Við bjuggum hlið við hlið og svo allt í einu var hann farinn eiginlega og það kom mér smá á óvart, en bara flott fyrir hann," sagði Atli við Fótbolta.net í gær.
Atli Barkar: Gott samtal við þjálfarana og stjórnarmenn
Athugasemdir
banner
banner
banner