Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 23. september 2022 12:11
Elvar Geir Magnússon
Saka landsliðsmaður ársins hjá Englandi
Bukay Saka fyrir miðju.
Bukay Saka fyrir miðju.
Mynd: Getty Images
Bukayo Saka, leikmaður Arsenal, hefur verið valinn leikmaður ársins hjá enska landsliðinu en það voru stuðningsmenn sem sáu um að kjósa. Declan Rice endaði í öðru sæti og Harry Kane í því þriðja.

Saka hefur undanfarna tílf mánuði spilað níu landsleiki og skorað þrjú mörk, hann var maður leiksins á afmælisdeginum sínum þegar 4-0 sigur vannst gegn Andorra á Wembley.

Yfir sama kafla skoraði Harry Kane tólf mörk og átti eina stoðsendingu fyrir England.

Saka og Kane verða í eldlínunni með enska landsliðinu sem leikur gegn Ítalíu í kvöld og Þýskalandi á mánudag. England er á botni riðils síns í Þjóðadeildinni eftir fjóra leiki.

Ef England tapar báðum leikjunum sem er framundan er ljóst að liðið mun falla niður í B-deildina.
Athugasemdir
banner
banner