Trent búinn að semja við Real um kaup og kjör - Man Utd ætlar að losa sig við Rashford og Casemiro - United skoðar ungan Tyrkja
   fös 23. september 2022 12:11
Elvar Geir Magnússon
Saka landsliðsmaður ársins hjá Englandi
Bukayo Saka, leikmaður Arsenal, hefur verið valinn leikmaður ársins hjá enska landsliðinu en það voru stuðningsmenn sem sáu um að kjósa. Declan Rice endaði í öðru sæti og Harry Kane í því þriðja.

Saka hefur undanfarna tílf mánuði spilað níu landsleiki og skorað þrjú mörk, hann var maður leiksins á afmælisdeginum sínum þegar 4-0 sigur vannst gegn Andorra á Wembley.

Yfir sama kafla skoraði Harry Kane tólf mörk og átti eina stoðsendingu fyrir England.

Saka og Kane verða í eldlínunni með enska landsliðinu sem leikur gegn Ítalíu í kvöld og Þýskalandi á mánudag. England er á botni riðils síns í Þjóðadeildinni eftir fjóra leiki.

Ef England tapar báðum leikjunum sem er framundan er ljóst að liðið mun falla niður í B-deildina.
Athugasemdir
banner
banner