banner
   fös 23. september 2022 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Times: UEFA mun ekki fjölga liðum á EM
Mynd: EPA
UEFA, fótboltasamband Evrópu, hefur ákveðið að hætta við áætlanir um að fjölga liðum á Evrópumóti karlalandsliða. Enska blaðið Times greinir frá.

UEFA var með áætlanir um að fjölga þátttökuþjóðum úr 24 í 32 þjóðir en það átti að taka gildi fyrir EM 2028.

Sambandið fjölgaði liðum úr 16 í 24 fyrir sex árum síðan, en það var í fyrsta sinn sem íslenska karlalandsliðið tók þátt á mótinu.

Það var því fyrirhugað að hafa 32-liða mót árið 2028 en UEFA ætlar að hætta við þau plön eftir að sjónvarpsrétthafar létu í sér heyra.

Þeir töldu að með þessu móti yrði undankeppnin gengisfelld, en eru aðeins 55 þjóðir í fótboltasambandi UEFA. Sambandið hefur reynt að komast að lausn með rétthöfum en ekki var hægt að komast að samkomulagi og því ákveðið að hætta við fjölgun liða.

UEFA mun tilkynna ákvörðunina á næstu dögum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner