Janúartilboð frá Liverpool í Kerkez og Zubimendi - Forest vill Ferguson - Man Utd hefur áhuga á Raum og Yildiz
   lau 23. september 2023 12:20
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Enzo Fernandes þarf að bæta sig í ensku til að verða fyrirliði
Mynd: Getty Images

Það vakti athygli margra að Conor Gallagher miðjumaður Chelsea bar fyrirliða bandið í fjarveru Reece James og Ben Chilwell fyrirliða liðsins í markalausa jafnteflinu gegn Bournemouth um síðustu helgi.


Búist var við því að Thiago Silva myndi fá hlutverkið.

„Silva er reynslumikill leikmaður sem þarf ekki bandið. Mér finnst mikilvægt að byggja eitthvað upp fyrir framtíðina. Gallagher er þarna en fyrirliðahlutverkið er ekki bara að setja bandið á handlegginn," sagði Pochettino.

Enzo Fernandes þarf að bæta sig í enskunni til að verða fyrirliði.

„Ef við þurfum að hafa samskipti við dómarann og allt það finnst mér Gallagher geta gert það fullkomlega svo ég vel hann framyfir Enzo þar sem hann getur talað ensku fullkomlega," sagði Pochettino.

„Enzo er ekki tilbúinn til að vera fyrirliði. Það snýst ekki um karkater, persónuleika eða prófíl. Þú þarft að geta haft samskipti við fólk og ef þú hefur ekki góð tök á tungumálinu getur þú ekki verið fyrirliði. Kannski hef ég rangt fyrir mér en þetta er mín skoðun."


Athugasemdir
banner
banner
banner