Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   lau 23. september 2023 17:46
Sverrir Örn Einarsson
Sveinn: Ég ætla að vona að bærinn tæmist næsta föstudagskvöld
Sveinn Þór Steingrímsson
Sveinn Þór Steingrímsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Það var að vonum kátur þjálfari Víðismanna Sveinn Þór Steingrímsson sem mætti í viðtal við Fótbolta.net eftir 2-1 sigur Víðis á liði KFK í undanúrslitum Fótbolta.net bikarsins í dag. Næst á dagskrá hjá Víðismönnum er því úrslitaleikur á Laugardalsvelli gegn liði KFG og lá beint við að spyrja Svein. Hvernig er tilfinningin?

Lestu um leikinn: Víðir 2 -  1 KFK

„Hún er virkilega góð og bara heiður að fá að vera í fyrsta úrslitaleik þessa bikars. Vonandi er þessi keppni komin til að vera en nú bara mikil gleði og framlengir tímabilið sem er bara æðislegt. “

Víðismenn lentu undir í fyrri hálfleik og áttu í talsverðu basli með að komast í takt við leikinn framan af. Allt annað var þó upp á teningnum í síðari hálfleik og heilt yfir má alveg færa rök fyrir því að liðið hafi átt sigurinn skilið.

„Við breyttum aðeins um leikkerfi fyrir leik sem eru mín mistök. En við skiptum þegar við fengum á okkur markið þar sem við náðum ekki takti. Þetta er alveg eitthvað sem við höfum spilað áður svo sem en er ekki okkar hefðbundna kerfi. Ég gerði bara mistök þar og menn fundu það líka á vellinum og létu okkur bara vita að þetta var ekki alveg að virka. En svo þegar við vorum komnir í okkar leikkerfi þá fór þetta að tikka.“

Framundan hjá Víðismönnum er eins og áður segir úrslitaleikur á Laugardalsvellinum undir flóðljósum næstkomandi föstudag. Vonar Sveinn ekki að Garðurinn hreinlega tæmist og sá síðasti út slökkvi ljósin?

„Ég ætla að vona það að Víðisfjölskyldan fjölmenni á Laugardalsvöll og öskri okkur áfram. Það var vel mætt í dag og ég er virkilega ánægður með fólkið og þakklæti til þeirra. En já ég ætla að vona að bærinn tæmist næsta föstudagskvöld og allir mæti.“
Athugasemdir
banner