
Á fimmtudag verða fjórir af fimm leikjum umferðarinnar í Bestu deildinni spilaðir. Átján umferðir eru búnar af deildinni og nú tekur við efri og neðri hluti.
Sex lið eru í efri hlutanum og fjögur í þeim neðri, spilaðar fimm umferðir í efri hlutanum en einungis þrjár í þeim neðri.
Spennan á toppnum er engin, frábært lið Breiðabliks er fjórum stigum frá því að tryggja sér titilinn; hefur einungis tapað fimm stigum allt mótið.
Sex lið eru í efri hlutanum og fjögur í þeim neðri, spilaðar fimm umferðir í efri hlutanum en einungis þrjár í þeim neðri.
Spennan á toppnum er engin, frábært lið Breiðabliks er fjórum stigum frá því að tryggja sér titilinn; hefur einungis tapað fimm stigum allt mótið.
Baráttan um Evrópusæti er hins vegar mikil því einungis tvö stig skilja að FH og Þrótt í baráttunni um seinna Meistaradeildarsætið. FH og Þróttur mætast innbyrðis í þriðju umferð efri hlutans.
Í neðri hlutanum eru efri þrjú liðin að berjast um tvo laus sæti í deildinni á næsta tímabili. Tindastóll er fjórum stigum á eftir Þór/KA og Fram. Þór/KA tekur á móti Tindastóli á fimmtudag og um helgina mætir fallið lið FHL liði Fram.
1. umferðin eftir tvískiptingu
fimmtudagur 25. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
16:15 FH-Valur (Kaplakrikavöllur)
18:00 Þróttur R.-Víkingur R. (AVIS völlurinn)
18:00 Breiðablik-Stjarnan (Kópavogsvöllur)
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
19:15 Þór/KA-Tindastóll (Boginn)
laugardagur 27. september
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
14:00 Fram-FHL (Lambhagavöllurinn)
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Breiðablik | 22 | 17 | 2 | 3 | 84 - 23 | +61 | 53 |
2. FH | 22 | 15 | 3 | 4 | 56 - 27 | +29 | 48 |
3. Þróttur R. | 22 | 14 | 3 | 5 | 41 - 30 | +11 | 45 |
4. Stjarnan | 22 | 10 | 1 | 11 | 39 - 43 | -4 | 31 |
5. Valur | 22 | 8 | 5 | 9 | 33 - 35 | -2 | 29 |
6. Víkingur R. | 22 | 9 | 1 | 12 | 49 - 48 | +1 | 28 |
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Þór/KA | 21 | 9 | 1 | 11 | 38 - 44 | -6 | 28 |
2. Fram | 21 | 8 | 2 | 11 | 32 - 47 | -15 | 26 |
3. Tindastóll | 21 | 6 | 3 | 12 | 30 - 52 | -22 | 21 |
4. FHL | 21 | 1 | 1 | 19 | 15 - 68 | -53 | 4 |
Athugasemdir