Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 23. október 2020 07:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Segir 'okkur' hafa gert mistök - „Birkir er enginn eðlilegur maður að verða 36 ára"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Már Sævarsson er að eiga frábært tímabil með Val sem ér á toppi Pepsi Max-deildar karla. Birkir hefur skorað fjögur mörk í átján leikjum í deildinni.

Bakvörðurinn var valinn í landsliðshópinn fyrr í þessum mánuði og skoraði sitt annað landsliðsmark gegn Belgíu í Þjóðadeildinni. Birkir var til umræðu í Pepsi Max stúkunni í gærkvöldi.

„Birkir kemur mjög heitur inn í leikinn [gegn Belgíu] og það er engin spurning að þessi mörk og þetta sjálfstraust sem hann er með akkúrat núna hefur hjálpað honum," sagði Hjörvar.

Birkir hafði ekki leikið keppnisleik með landsliðinu frá því gegn Frakklandi í undankeppni EM. Sá leikur fór fram í mars 2019 og eftir það lék Birkir tvo vináttuleiki í Bandaríkjunum nú snemma árs. Birkir verður 36 ára gamall í nóvember.

„Ég held að við höfum gert smá mistök, hvort sem það sé sem landslið eða sem áhugamenn og allir. Við horfum kannski fullmikið í kennitölur leikmanna. Birkir Már Sævarsson er enginn eðlilegur maður að verða 36 ára," bætti Hjörvar við.

Guðmundur Benediktsson sagði svo frá því að Birkir hefði sagt að hann hafi aldrei verið í betra hlaupaformi.
Athugasemdir
banner
banner
banner