Man Utd hefur rætt við Xavi - Potter, Moyes og Southgate orðaðir við Palace - Terzic orðaður við West Ham
Skoðaði sig um og valdi KR - „Þegar hann reynir að fá þig, þá segirðu já"
Brynjar Björn: Ég hætti hérna eftir tímabilið
Óskar Hrafn: Fótbolti er núvitund
Þorsteinn Aron: Þriðja sigurmarkið á þessu tímabili
Rúnar ósáttur við ákvörðun HK: Við reynum að vera heiðarlegir
Ómar: Ekki okkar að kasta honum til þeirra á svona augnabliki
Mathias Præst: Ein mynd skiptir ekki öllu máli
Jökull: Nánast bara eitt lið á vellinum
Dóri Árna: Hvað er í gangi hérna?
Höskuldur um komandi úrslitaleik: Ánægður að við þurfum að sækja sigur
Elfar Árni: Tækifærin verið of fá fyrir minn smekk
Davíð Smári: Létum þá líta út eins og Barcelona árið 2009
Skilur ekki á hvað var dæmt - „Þetta átti að vera mark“
Tufa: Alvöru sigurvegarar standa upp þegar þeir eru kýldir í magann
Segir að Viðar hafi verið í banni - Einungis fengið eitt spjald
Djuric: Ótrúlegasta sem ég hef spilað í
Heimir: Ekkert sérstakt að eiga met sem verður aldrei slegið í því að vera lélegur
Arnar orðlaus: Eiginlega ekki hægt að segja neitt
Sindri Kristinn: Hann setur hann yfirleitt í vinkilinn þannig ég ætlaði að láta mig flakka þar
Jón Þór brjálaður: Er verið að gera grín að okkur?
banner
   mið 23. október 2024 15:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Skoðaði sig um og valdi KR - „Þegar hann reynir að fá þig, þá segirðu já"
Róbert Elís Hlynsson.
Róbert Elís Hlynsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Róbert Elís og Óskar Hrafn.
Róbert Elís og Óskar Hrafn.
Mynd: KR
„Tilfinningin er mjög góð. Það er mikill heiður að skrifa undir hjá svona stórveldi," sagði Róbert Elís Hlynsson í samtali við Fótbolta.net í dag.

Róbert Elís, sem er fæddur 2007, skrifaði undir þriggja ára samning við Vesturbæjarstórveldið í gær. Róbert, sem kemur til KR frá ÍR, á þrettán leiki að baki fyrir yngri landslið Íslands.

Það var mikill áhugi á Róberti og voru mörg félög í Bestu deildinni sem heyrðu í honum, enda átti hann frábært sumar með ÍR sem gerði heiðarlega tilraun til að komast upp úr Lengjudeildinni. Hann æfði meðal annars með FH en valdi á endanum að semja við KR.

„Ég var að skoða mig um. Svo æfði ég með KR og leist mjög vel það. Þá tók ég bara ákvörðun um að skrifa undir þar. Það er ný uppbygging í gangi þarna og Óskar (Hrafn Þorvaldsson) er nýtekinn við sem þjálfari. Hann er með þeim betri á landinu. Þegar hann reynir að fá þig, þá segirðu já," segir Róbert.

„Ég er mjög spenntur fyrir komandi tímabili."

„Það voru mörg lið sem höfðu áhuga á manni, mjög flott félög. Það var erfitt að velja á milli en niðurstaðan var að fara í KR. Maður þarf að halda sér á jörðinni, þetta er bara fótbolti."

Hef verið þarna síðan ég var þriggja ára
Róbert er uppalinn hjá ÍR og var mikilvægur hlekkur í liði Breiðhyltinga í sumar, þar sem hann lék 22 leiki í Lengjudeildinni og tvo í Mjólkurbikarnum. Hann kemur úr mikilli ÍR-fjölskyldu þar sem eldri bróðir hans Óliver Elís leikur fyrir ÍR og þá er faðir þeirra í aðalstjórn félagsins, móðirin í miðasölunni og yngri systirin er boltasækir.

„Það var gaman að fá að spila með uppeldisfélaginu í Lengjudeildinni. Það er langt síðan við vorum þar. Við komumst í umspilið og það var ótrúlegt," segir Róbert.

Er erfitt að kveðja ÍR?

„Já, mjög. Það er mjög erfitt. Ég hef verið þarna síðan ég var þriggja ára en það var kominn tími til að breyta til."

Allt viðtalið er í spilaranum hér að ofan þar sem Róbert ræðir frekar um komandi tíma með KR.
Athugasemdir
banner
banner