Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 23. nóvember 2020 21:05
Brynjar Ingi Erluson
Dyche: Þetta gefur okkur ansi mikið
Sean Dyche
Sean Dyche
Mynd: Getty Images
Sean Dyche, knattspyrnustjóri Burnley, var feginn að ná í fyrsta sigur tímabilsins í kvöld er lið hans vann Crystal Palace 1-0.

Chris Wood gerði eina mark leiksins á 8. mínútu en liðið hafði aðeins náð í tvö stig fyrir leikinn í kvöld.

Dyche var ánægður með sigurinn og að ná að halda hreinu gegn Palace.

„Við vorum alveg að sýna ummerki um að sigurinn væri á leiðinni. Þetta er þriðja sinn sem við höldum hreinu í síðustu fimm leikjum og í kvöld breyttum við áherslum í sóknarleiknum," sagði Dyche.

„Við sköpuðum tvö eða þrjú frábær færi. Við nýttum eitt og það verður smá stressandi því við höfðum ekki fundið fyrsta sigurinn þannig þetta eina mark gefur okkur ansi mikið."

„Við breyttum hlutunum og spurðum okkur spurninga og fundum augnablik sem skipti mali. Ef Jóhann hefði skorað úr þessu skoti sem hann fékk þá hefði allt breyst og við hefðum haft stjórn á leiknum en við náðum að klára þetta,"
sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner