Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 23. nóvember 2021 22:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hvað græðirðu á því að lenda í efsta sæti?
Liverpool er búið að tryggja sér sigur í sínum riðli.
Liverpool er búið að tryggja sér sigur í sínum riðli.
Mynd: EPA
Riðlakeppni Meistaradeildarinnar mun senn ljúka. Fimmta umferð er hálfnuð og klárast hún á morgun.

Línur eru heldur betur farnar að skýrast og eru nú þegar sex lið komin áfram.

Liðin sem eru komin áfram: Liverpool, Ajax, Bayern München, Manchester United, Chelsea og Juventus.

Auðvitað er mikilvægt að komast áfram, en það er líka mikilvægt að taka efsta sætið í riðlinum - ef mögulegt er. En hvað gefur það liði að enda í efsta sæti?

Jú, það gefur þér betri möguleika í 16-liða úrslitunum. Ef þú endar í efsta sæti, þá mætirðu nefnilega liði sem endar í öðru sæti í riðlakeppninni í 16-liða úrslitunum. Þú getur ekki dregist gegn liði frá sama landi í næstu umferð.

Liverpool og Manchester United eru búin að tryggja sér efsta sætið í sínum riðlum og er það því ljóst að þessi tvö lið mæta liðum sem hafna í öðru sæti í riðlakeppninni þegar dregið verður á fyrsta stigi útsláttakeppninnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner