Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 23. nóvember 2021 21:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir að Carrick megi ekki fá starfið - Horfa í stjóra út tímabilið
Carrick er fyrrum miðjumaður Man Utd.
Carrick er fyrrum miðjumaður Man Utd.
Mynd: Getty Images
Ernesto Valverde.
Ernesto Valverde.
Mynd: Getty Images
Paul Scholes spilaði með Michael Carrick og þekkir vel til hans, en hann mælir ekki með því að Manchester United ráði hann sem knattspyrnustjóra.

Carrick er að stýra United til bráðabirgða og í fyrsta leik hans við stjórnvölinn tókst liðinu að leggja Villarreal að velli, 0-2. Með sigrinum tryggði Man Utd sér sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Scholes talaði um það fyrir leik að Carrick og aðrir þjálfarar hefðu átt að fara frá félaginu með Solskjær.

Eftir leik var hann spurður að því hvort Carrick hefði ekki verið að gera gott tilkall í að fá að stýra Man Utd allavega út tímabilið.

„Carrick er ekki með neina reynslu annars staðar frá. Eins vel og ég kann við hann, þá getur hann ekki fengið starfið. United þarf það besta," sagði Scholes hreinskilinn.

Ræða við Valverde
Það hefur mikið verið rætt og skrifað um Mauricio Pochettino síðustu tvo daga. En hann er samningsbundinn Paris Saint-Germain í Frakklandi.

Simon Stone, blaðamaður BBC, segir að United telji það hægara sagt en gert að fá Pochettino til félagsins strax - það sé flókið - og því sé verið að horfa til þess að ráða stjóra út tímbilið. Það verði svo skoðað að fá stjóra til framtíðar næsta sumar - mögulega Pochettino.

Stone segir jafnframt að United sé að horfa til stjóra með reynslu. Í dag var greint frá því að félagið hefði rætt við Ernesto Valverde, fyrrum þjálfara Barcelona. Hann er núna án félags og hefur talað um að vilja þjálfa á Englandi. Valverde, sem er 57 ára gamall, er einn af þeim sem kemur til greina.
Athugasemdir
banner
banner
banner