
Þrír af síðustu fjórum leikjum á heimsmeistaramótinu í Katar hafa endað með markalausu jafntefli.
Leikur Mexíkó og Póllands í gær endaði markalaus, rétt eins og leikur Danmerkur og Túnis.
Þá var niðurstaðan í fyrsta leik dagsins 0-0, en í þeim leik áttust Króatía og Marokkó við. Það var fátt um fína drætti í leiknum og bæði lið voru með mjög varfærnislega nálgun, hræðslan við að tapa var sterkari en löngunin til að vinna.
Þrír af níu leikjum mótsins hafa endað 0-0, en það er meira en í öllum 115 leikjunum á HM 2018 og á EM í fyrra.
Þetta eru ákveðin vonbrigði en vonandi fáum við skemmtilegan leik þegar Japan og Þýskaland eigast við núna klukkan 13:00.
Athugasemdir