
Vonandi fáum við ekki markalausan leik þegar Þýskaland og Japan eigast við klukkan 13:00. Þrír af síðustu fjórum leikjunum á mótinu hafa endað markalausir.
Hansi Flick, landsliðsþjálfari Þýskalands, byrjar með miðvörðinn Niklas Sule í hægri bakverði. Hinn 19 ára gamli Jamal Musiala er í byrjunarliðinu og þá er Kai Havertz fremstur.
Leroy Sane, kantmaður Bayern München, byrjar á varamannabekknum í fyrsta leik.
Hjá Japan er það athyglisverðast að þeirra stærstu stjörnur, Takumi Minamino og Takehiro Tomiyasu, byrja á bekknum. Minamino er fyrrum leikmaður Mónakó en hann lék á síðustu leiktíð með Liverpool. Bakvörðurinn Tomiyasu leikur með Arsenal.
Byrjunarlið Þýskalands: Neuer; Süle, Rüdiger, Schlotterbeck, Raum; Kimmich, Gündogan; Gnabry, Müller, Musiala; Havertz.
Byrjunarlið Japan: Gonda; Sakai, Itakura, Yoshida, Nagatomo; Endo, Ito; Kamada, Tanaka, Kubo; Maeda.
Athugasemdir