mið 23. nóvember 2022 15:53
Elvar Geir Magnússon
Sjáðu japanska sigurmarkið gegn Þjóðverjum
Mynd: Getty Images
Japan vann mjög svo óvæntan sigur gegn Þýskalandi í fyrstu umferð riðlakeppni heimsmeistaramótsins í dag.

Þjóðverjar voru miklu meira með boltann og með hreinum ólíkindum að þeir hafi ekki skorað meira en eitt mark í fyrri hálfleiknum.

Japanska liðið mætti hugað út í seinni hálfleikinn og jöfnunarmarkið hafði legið í loftinu áður en það leit dagsins ljós. Takuma Asano skoraði síðan sigurmarkið og allt ætlaði um koll að keyra.

Asano hljóp að ljósmyndurum í horni vallarins þegar hann fagnaði. Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson lýsti leiknum á RÚV og hér má sjá sigurmarkið:


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner