Diaz, Salah, Gallagher, Jorginho, Greenwood, Cancelo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 23. nóvember 2022 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Son getur spilað og hann mun spila"
Son á æfingu.
Son á æfingu.
Mynd: EPA
Son Heung-min er klár í slaginn með Suður-Kóreu gegn Úrúgvæ á heimsmeistaramótinu á morgun.

Efasemdir voru um þátttöku Son á HM eftir að hann kinnbeinsbrotnaði í leik með Tottenham fyrir um þremur vikum.

Það kom hins vegar aldrei til greina hjá honum að missa af þessu móti og hefur hann verið að æfa með andlitsgrímu vegna þeirra meiðsla sem hann varð fyrir.

„Son getur spilað og hann mun spila," sagði Paulo Bento, þjálfari Suður-Kóreu, við fréttamenn í dag.

Son er stærsta stjarna Suður-Kóreu sem er í riðli með Portúgal, Gana og Úrúgvæ.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner