fös 24. janúar 2020 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England um helgina - Fjórir úrvalsdeildarslagir
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
32-liða úrslit enska bikarsins fara fram um helgina og verða allir 16 leikirnir spilaðir. Fjörið hefst í kvöld þegar QPR mætir Sheffield Wednesday í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.

Laugardagurinn fer af stað með viðureign Brentford og Leicester City rétt eftir hádegi.

Tveir úrvalsdeildarslagir eru svo á dagskrá þar sem Southampton tekur á móti Tottenham í gríðarlega spennandi leik á sama tíma og Burnley fær Norwich í heimsókn. Jóhann Berg Guðmundsson er að ná sér af meiðslum og gæti komið við sögu.

West Ham á þá heimaleik gegn West Brom á meðan Newcastle mætir Oxford United. Jón Daði Böðvarsson og félagar í Millwall fá Sheffield United, spútnik lið úrvalsdeildartímabilsins, í heimsókn.

Chelsea heimsækir svo Hull City í síðasta leik laugardagsins.

Ríkjandi bikarmeistarar í Manchester City fá Fulham í heimsókn á sunnudaginn, áður en Manchester United heimsækir C-deildarlið Tranmere Rovers sem lagði Watford að velli fyrir helgi.

Liverpool á síðasta leikinn og er hann á útivelli gegn C-deildarliði Shrewsbury Town.

Umferðin er þó ekki búin því á mánudagskvöldið er úrvalsdeildarslagur á dagskrá. Bournemouth tekur á móti Arsenal en bæði félög hafa átt arfaslakt tímabil til þessa.

Föstudagur:
20:00 Northampton - Derby County
20:00 QPR - Sheffield Wednesday (Stöð 2 Sport 2)

Laugardagur:
12:45 Brentford - Leicester (Stöð 2 Sport)
15:00 Southampton - Tottenham (Stöð 2 Sport)
15:00 Burnley - Norwich (Stöð 2 Sport 2)
15:00 Millwall - Sheffield Utd
15:00 West Ham - West Brom
15:00 Newcastle - Oxford
15:00 Coventry - Birmingham
15:00 Portsmouth - Barnsley
15:00 Reading - Cardiff
17:30 Hull - Chelsea (Stöð 2 Sport)

Sunnudagur:
13:00 Man City - Fulham (Stöð 2 Sport)
15:00 Tranmere - Man Utd (Stöð 2 Sport)
17:00 Shrewsbury - Liverpool (Stöð 2 Sport)

Mánudagur:
20:00 Bournemouth - Arsenal (Stöð 2 Sport)
Athugasemdir
banner
banner
banner