Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 24. janúar 2020 22:52
Ívan Guðjón Baldursson
Kjarnafæðismót kvenna: Hamrarnir höfðu betur
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Hamrarnir 2 - 1 Fjarðab/Höttur/Leiknir
1-0 Margrét Mist Sigursteinsdóttir ('63)
1-1 Karólína Dröfn Jónsdóttir ('70)
2-1 Heiðrún Anna Eyjólfsdóttir ('87, sjálfsmark)

Hamrarnir mættu sameinuðu liði Fjarðabyggðar, Hattar og Leiknis F. í kvennadeild Kjarnafæðismótsins.

Staðan var markalaus í leikhlé en Margrét Mist Sigursteinsdóttir gerði fyrsta mark leiksins á 63. mínútu fyrir Hamrana.

Karólína Dröfn Jónsdóttir jafnaði sjö mínútum síðar og var staðan jafn þar til undir lokin, þegar Heiðrún Anna Eyjólfsdóttir varð fyrir því óláni að setja knöttinn í eigið net.

Hamrarnir unnu því leikinn 2-1 og eru með sex stig eftir þrjár umferðir. Austfirðingar eru með þrjú stig eftir tvo leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner