 
                                                                                        
                        
                                                                                        
                
                                                                
                Anna Björk Kristjánsdóttir spilaði í gær sinn fyrsta leik fyrir Inter Milan en hún gekk í raðir félagsins frá Le Havre síðasta sumar.
Meiðsli hafa hrjáð miðvörðinn en hún er orðin heil heilsu og var komin í byrjunarlið Inter þegar liðið heimsótti Lazio í gær.
                
                                    Meiðsli hafa hrjáð miðvörðinn en hún er orðin heil heilsu og var komin í byrjunarlið Inter þegar liðið heimsótti Lazio í gær.
Anna Björk sýndi frábæra varnartakta í seinni hálfleik þegar hún renndi sér fyrir skot á 85. mínútu. Noemi Visentin var sloppin inn fyrir vörn Inter en Anna Björk hljóp hana uppi og renndi sér fyrir skottilraun hennar.
Tæklinguna má sjá hér að neðan. í kjölfarið skoraði svo Inter tvö mörk og vann 1-3 sigur. Inter er í 5. sæti deildarinnar á meðan Lazio er í næstneðsta sæti.
Anna Björk Kristjansdottir is BACK!!! https://t.co/5z9yivhWYw
— Lisa Ek (@eken5) January 23, 2022
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
        
 
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
         
                    
        
         
                 
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                
                        
        
        
