Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   mán 24. janúar 2022 16:00
Elvar Geir Magnússon
Nýr eigandi Hull tekur áhættu með ráðningu á nýjum stjóra
Georgíumaðurinn Shota Arveladze, fyrrum leikmaður Rangers, er að taka við stjórnartaumunum hjá Hull City. Hann verður ráðinn stjóri Hull í stað Grant McCann þrátt fyrir að Hull hafi unnið tvo leiki í röð.

Hull vann útisigur gegn Bournemouth um helgina en er í nítjánda sæti ensku Championship-deildarinnar.

Á dögunum keypti tyrkneski sjónvarpsjöfurinn Acun Ilicali félagið en það var alltaf markmið hans að ráða Arveladze þegar hann tæki við lyklunum.

Arveladze hefur verið í þjálfun síðan hann lagði skóna á hilluna 2008. Hann var aðstoðarþjálfari hjá AZ Alkmaar og hefur síðan stýrt Kayserispor, Kasimpasa og Trabzonspor í Tyrklandi og Maccabi Tel Aviv í Ísrael.

Hans síðasta starf var sem stjóri Pakhtakor Tashkent FK í Úsbekistan en hann lét af störfum 2020.

Ráðningin á Arveladze, sem er 48 ára, er talin mikil áhætta hjá Ilicali en yfirtaka hans fékk jákvæðar undirtektir hjá stuðningsmönnum Hull enda fyrrum eigendur mjög óvinsælir.

McCann tók við Hull í júní 2019 en liðið féll úr Championship-deildinni á hans fyrsta tímabili. Hann kom liðinu aftur upp í B-deildina með því að vinna C-deildina árið á eftir.

Nú er Hull í 19. sæti í Championship, tíu stigum fyrir ofan fallsæti.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Middlesbrough 5 4 1 0 9 3 +6 13
2 Stoke City 5 4 0 1 9 3 +6 12
3 Bristol City 5 3 2 0 12 4 +8 11
4 Leicester 5 3 1 1 8 5 +3 10
5 West Brom 5 3 1 1 6 4 +2 10
6 Coventry 5 2 3 0 15 7 +8 9
7 Swansea 5 2 2 1 6 4 +2 8
8 Preston NE 5 2 2 1 6 5 +1 8
9 Portsmouth 5 2 2 1 4 3 +1 8
10 Norwich 5 2 1 2 7 6 +1 7
11 Birmingham 5 2 1 2 4 5 -1 7
12 QPR 5 2 1 2 9 12 -3 7
13 Millwall 5 2 1 2 4 7 -3 7
14 Ipswich Town 5 1 3 1 9 5 +4 6
15 Blackburn 5 2 0 3 5 5 0 6
16 Southampton 5 1 3 1 6 6 0 6
17 Watford 5 1 2 2 5 6 -1 5
18 Charlton Athletic 5 1 2 2 3 5 -2 5
19 Derby County 5 1 2 2 8 11 -3 5
20 Hull City 5 1 2 2 7 11 -4 5
21 Wrexham 5 1 1 3 8 10 -2 4
22 Oxford United 5 0 2 3 6 9 -3 2
23 Sheff Wed 5 0 1 4 3 12 -9 1
24 Sheffield Utd 5 0 0 5 1 12 -11 0
Athugasemdir
banner
banner