Chelsea gæti gert tilboð í Garnacho - Man City vill Cambiaso - Dortmund dregur sig úr baráttunni um Rashford
   fös 24. janúar 2025 12:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sævar Atli útilokar ekki að vera áfam hjá Lyngby
Sævar Atli Magnússon.
Sævar Atli Magnússon.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sævar Atli Magnússon segist vera óviss með framtíð sína. Lyngby hefur reynt að gera nýjan samning við Sævar án árangurs en samningur hans rennur út næsta sumar.

Sævar ræddi við Tipsbladet um stöðu sína og sagðist þar vera í viðræðum við Lyngby um nýjan samning en það væri núna óvissa um það hvað væri í vændum.

„Ég er ekkert að flýta mér. Ég býst við að klára tímabilið hérna," segir Sævar.

„Ég vil hjálpa Lyngby að halda sér í deildinni og ef ég fer, þá vil ég skilja við félagið á góðum stað. Ég veit ekki hvort ég fari annað í sumar eða verði hér í nokkur ár í viðbót."

Önnur dönsk félög hafa áhuga á honum, þar á meðal AGF og Silkeborg, og þá segir Orri Rafn Sigurðarson, sem er búsettur í Danmörku, að félög í B-deild þýsku Bundesligunnar hafi áhuga á honum.

Sævar hefur leikið fyrir Lyngby síðan 2021, þegar hann kom frá uppeldisfélagi sínu Leikni í Breiðholti. Hann á fimm landsleiki fyrir Ísland.
Athugasemdir
banner
banner