Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 24. febrúar 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Cavani fyrstur til að skora 200 mörk fyrir PSG
Mynd: Getty Images
Edinson Cavani skoraði og lagði upp í 4-3 sigri Paris Saint-Germain gegn Bordeaux í frönsku deildinni í gær.

Cavani varð þannig fyrsti leikmaður í sögu PSG til að skora 200 mörk fyrir félagið. Þetta afrekaði hann í 298 leikjum.

Zlatan Ibrahimovic er næstmarkahæstur í sögu félagsins með 156 mörk. Þar á eftir koma Pauleta (109), Dominique Rocheteau (100) og Mustapha Dahleb (98).

Kylian Mbappe er í sjöunda sæti með 85 mörk skoruð og Angel Di Maria í því áttunda með 81 mark.

Cavani er 33 ára gamall og verður samningslaus í sumar. Hann gerði 104 mörk í 138 leikjum á tíma sínum hjá Napoli og hefur skorað 50 sinnum í 116 landsleikjum með Úrúgvæ.



Athugasemdir
banner