mið 24. febrúar 2021 21:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Championship: Loksins vann Brentford - Cardiff heitasta liðið
Brentford er komið aftur á sigurbraut.
Brentford er komið aftur á sigurbraut.
Mynd: Getty Images
Cardiff undir stjórn Mick McCarthy er komið upp í sjötta sæti eftir sex sigra í röð.
Cardiff undir stjórn Mick McCarthy er komið upp í sjötta sæti eftir sex sigra í röð.
Mynd: Getty Images
Brentford er komið aftur á sigurbraut í ensku Championship-deildinni, næst efstu deildinni.

Brentford hafði tapað þremur leikjum í röð fyrir leik sinn gegn Sheffield Wednesday í kvöld. Bryan Mbeumo kom hins vegar Brentford yfir á 23. mínútu gegn Wednesday og tókst þeim að bæta við tveimur mörkum til viðbótar í seinni hálfleik.

Lokatölur 3-0 en Brentford er í öðru sæti. Wednesday er í næst neðsta sæti deildarinnar, þremur stigum frá öruggu sæti.

Brentford er í öðru sæti, sjö stigum á eftir toppliði Norwich. Watford er í þriðja sæti með jafnmörg stig og Brentford eða 60 stig. Watford vann 2-3 útisigur gegn Blackburn í kvöld.

Swansea er í fjórða sæti með stigi minna en liðin í öðru og þriðja sæti. Swansea, sem vann heimasigur á Coventry í kvöld, á hins vegar tvo leiki til góða á liðin fyrir ofan.

Hér að neðan má sjá öll úrslit kvöldsins í deildinni. Cardiff er heitasta lið deildarinnar um þessar mundir en liðið, sem leikur undir stjórn Mick McCarthy, er komið upp í sjötta sæti eftir að hafa unnið sex leiki í röð.

Bournemouth 1 - 2 Cardiff City
0-1 Sean Morrison ('28 )
0-2 Kieffer Moore ('37 , víti)
1-2 Shane Long ('67 )

Barnsley 2 - 0 Stoke City
1-0 Callum Styles ('9 )
2-0 Daryl Dike ('90 )

Blackburn 2 - 3 Watford
0-1 Joao Pedro ('25 )
0-2 Ismaila Sarr ('38 )
1-2 Harvey Elliott ('43 )
1-3 Ken Sema ('61 )
2-3 Ben Brereton ('82 )

Brentford 3 - 0 Sheffield Wed
1-0 Bryan Mbeumo ('23 )
2-0 Saman Ghoddos ('74 )
3-0 Mads Bech ('83 )

Preston NE 0 - 0 QPR

Swansea 1 - 0 Coventry
1-0 Ben Cabango ('54 )
Athugasemdir
banner
banner
banner