Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 24. febrúar 2021 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guardiola: Höfum einu sinni komist í undanúrslit
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, var nokkuð sáttur eftir 2-0 útisigur á Borussia Mönchengladbach í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Hann hefði samt viljað sjá liðið sitt nýta færin aðeins betur.

„Við stjórnuðum leiknum en því miður nýttum við færin ekki nægilega vel," sagði Guardiola eftir leikinn.

„Það er eitthvað sem við verðum að bæta okkur í í þessari keppni. Við verðum að nýta færin betur á vellinum. Í þessari keppni verður þú að vera fullkominn til þess að komast áfram."

„Þegar ég horfi á Bayern München þá finnst mér við ekki vera líklegasta liðið í keppninni. Ég er að husga um West Ham eftir þrjá daga. Við erum félag sem hefur einu sinni komist í undanúrslit en ef fólk telur okkur líklegasta liðið til að vinna keppnina, þá verðum við að samþykkja það."

Man City hefur núna unnið 19 leiki í röð í öllum keppnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner