Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 24. febrúar 2023 06:00
Elvar Geir Magnússon
Dregið í 16-liða úrslit í dag - Arsenal og Man Utd í pottinum
Arsenal er í pottinum.
Arsenal er í pottinum.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Í dag föstudag verður dregið í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar en Arsenal og Manchester United verða bæði í pottinum. Drátturinn hefst klukkan 11:00.

Í beinni: Hægt verður að fylgjast með drættinum á heimasíðu UEFA

Mikel Arteta og lærisveinar unnu sinn riðil og komust þar með beint í 16-liða úrslitin en Manchester United lenti í öðru sæti í sínum riðli, á eftir Real Sociedad, en komst í 16-liða úrslitin með því að sigra Barcelona í umspili.

Lið frá sama landi geta ekki dregist saman. Liðin átta sem unnu sína riðla munu dragast gegn liðunum átta sem fóru í gegnum umspilið.

Efri pottur (liðin sem unnu riðlana sína): Arsenal (England), Union Saint-Gilloise (Belgía), Freiburg (Þýskaland), Ferencvaros (Ungverjaland), Feyenoord (Holland), Real Betis (Spánn), Real Sociedad (Spánn) og Fenerbahce (Tyrkland).

Neðri pottur (liðin sem fóru í gegnum umspilið: Juventus (Ítalía), Manchester United (England), Sporting Lissabon (Portúgal), Shakhtar Donetsk (Úkraína), Bayer Leverkusen (Þýskaland), Sevilla (Spánn), Union Berlin (Þýskaland) og Roma (Ítalía).

Fyrri leikirnir í 16-liða úrslitunum verða fimmtudaginn 9. mars og seinni leikirnir viku síðar. Úrslitaleikurinn þetta tímabilið verður í Búdapest, Ungverjalandi.
Athugasemdir
banner
banner