Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   fös 24. febrúar 2023 21:58
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Solomon aftur bjargvættur Fulham

Fulham 1 - 1 Wolves
0-1 Pablo Sarabia ('23 )
1-1 Manor Solomon ('64 )


Fulham fékk Wolves í heimsókn í kvöld í fyrsta leik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni.

Gestirnir byrjuðu betur en Pablo Sarabia var nálægt því að skora sitt fyrsta mark fyrir félagið eftir um það bil 20 mínútna leik en skot hans úr fínu færi fór beint á Bernd Leno í marki Fulham.

Sarabia var hins vegar aftur á ferðinni stuttu síðar og þá klikkaði ekkert. Raul Jimenez skallaði boltanum fyrir fætur Sarabia sem tók skotið inn í teig Fulham og skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið.

Staðan var 1-0 Wolves í vil í hálfleik en Raul Jimenez var nálægt því að bæta öðru markinu við snemma í síðari hálfleik en boltinn fór rétt framhjá eftir skalla frá mexíkóanum.

Manor Solomon var hetja Fulham í 1-0 sigri Brighton eftir að hafa komið inn á af bekknum en hann byrjaði aftur á bekknum í kvöld. Hann kom inn á í hálfleik og var ekki lengi að setja mark sitt á leikinn, hann jafnaði metin með glæsilegu skoti eftir um klukkutíma leik.

Fulham vildi fá vítaspyrnu þegar stundarfjórðungur var til leiksloka þegar Lemina hrinti Palhinha í teignum en ekkert dæmt.

Fleiri mörk litu ekki dagsins ljós og er Fulham því áfram í 6. sæti og Wolves á sínum stað í 15. sæti.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 36 25 8 3 83 37 +46 83
2 Arsenal 36 18 14 4 66 33 +33 68
3 Newcastle 36 20 6 10 68 45 +23 66
4 Man City 36 19 8 9 67 43 +24 65
5 Chelsea 36 18 9 9 62 43 +19 63
6 Aston Villa 36 18 9 9 56 49 +7 63
7 Nott. Forest 36 18 8 10 56 44 +12 62
8 Brentford 36 16 7 13 63 53 +10 55
9 Brighton 36 14 13 9 59 56 +3 55
10 Bournemouth 36 14 11 11 55 43 +12 53
11 Fulham 36 14 9 13 51 50 +1 51
12 Crystal Palace 36 12 13 11 46 48 -2 49
13 Everton 36 9 15 12 39 44 -5 42
14 Wolves 36 12 5 19 51 64 -13 41
15 West Ham 36 10 10 16 42 59 -17 40
16 Man Utd 36 10 9 17 42 53 -11 39
17 Tottenham 36 11 5 20 63 59 +4 38
18 Ipswich Town 36 4 10 22 35 77 -42 22
19 Leicester 36 5 7 24 31 78 -47 22
20 Southampton 36 2 6 28 25 82 -57 12
Athugasemdir
banner