Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 24. febrúar 2023 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Fer líklega ekki til Palmeiras
Mynd: EPA
Andrey Santos, nýr leikmaður Chelsea, er líklega ekki á leið til brasilíska félagsins Palmeiras á láni en þetta segir blaðamaðurinn Lucas Pedrosa.

Chelsea keypti Santos frá Vasco da Gama í janúar og var planið að hann myndi hitta liðsfélaga sína hjá enska félaginu eftir Suður-Ameríkubikar U20 ára landsliða.

Brasilíska félagið Palmeiras fór í viðræður við Chelsea um að fá Santos á láni fram að sumri og samþykkt enska félagið tilboðið.

Santos átti að fara í læknisskoðun hjá Palmeiras en félagið hefur ákveðið að hætta við að fá hann vegna ákvörðunar Chelsea um að leyfa honum að fara á HM með U20 ára landsliðinu.

Mótið er spilað frá maí fram í júní og myndi hann því að minnsta kosti missa af fimm leikjum í brasilísku deildinni.

Eins og staðan er núna verður hann áfram hjá Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner
banner