Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 24. febrúar 2023 13:56
Elvar Geir Magnússon
Gracia kominn með leyfi: Markmið mitt er augljóst
Gracia er kominn með atvinnuleyfi.
Gracia er kominn með atvinnuleyfi.
Mynd: Leeds
Spánverjinn Javi Gracia er kominn með atvinnuleyfi og stýrir Leeds í fyrsta sinn á morgun þegar liðið leikur mikilvægan fallbaráttuslag gegn Southampton

„Ég er kominn með leyfið og hef rætt við leikmenn um leikinn. Liðið veit hvað við ætlum okkur að gera. Leikurinn verður fullur af orku og menn munu leggja sig alla fram í þessu mikilvæga verkefni," segir Gracia.

Gracia spjallaði við fjölmiðlamenn í dag og var meðal annars spurður út í sinn leikstíl.

„Ég vil að mín lið spili vel. Við þurfum að spila á þann hátt að leikmönnum líði vel og finnist þeir öryggir. Við þurfum að láta stuðningsmenn njóta þess að horfa á liðið. Það þarf að finna jafnvægið."

Gracia segir að markmið sitt sé ljóst, að halda Leeds uppi í deildinni. Leeds er í fallsæti, tveimur stigum frá öruggu sæti. Leikurinn gegn Southampton verður klukkan 15 á morgun, á Elland Road.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
2 Arsenal 32 22 5 5 75 26 +49 71
3 Liverpool 32 21 8 3 72 31 +41 71
4 Aston Villa 33 19 6 8 68 49 +19 63
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 33 13 9 11 52 58 -6 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 32 12 7 13 46 51 -5 43
12 Fulham 33 12 6 15 49 51 -2 42
13 Bournemouth 32 11 9 12 47 57 -10 42
14 Crystal Palace 32 8 9 15 37 54 -17 33
15 Brentford 33 8 8 17 47 58 -11 32
16 Everton 32 9 8 15 32 48 -16 27
17 Nott. Forest 33 7 9 17 42 58 -16 26
18 Luton 33 6 7 20 46 70 -24 25
19 Burnley 33 4 8 21 33 68 -35 20
20 Sheffield Utd 32 3 7 22 30 84 -54 16
Athugasemdir
banner
banner
banner