Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   fös 24. febrúar 2023 14:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndir: Casemiro forðaði sér frá átökunum
Casemiro fékk rauða spjaldið gegn Crystal Palace.
Casemiro fékk rauða spjaldið gegn Crystal Palace.
Mynd: EPA
Casemiro átti enn eina ferðina mjög svo góðan leik þegar Manchester United vann 2-1 sigur gegn Barcelona í gær, og tryggði sér þar með inn í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar.

Brasilíski miðjumaðurinn var keyptur til United frá Real Madrid síðasta sumar og hefur hann reynst mikill happafengur fyrir sitt nýja félag.

Casemiro hefur fengið nokkur spjöldin á þessu tímabili og er það helst minnisstætt þegar hann fékk rautt spjald gegn Crystal Palace fyrr á þessu ári. Hann fékk það fyrir að setja hendur sínar utan um háls Will Hughes, miðjumanns Palace, er átök brutust út á milli liðanna tveggja.

Í leiknum í gær brutust út svipuð átök þegar Bruno Fernandes sparkaði boltanum fast í Frenkie de Jong, sem þá lá í jörðinni.

Það vakti athygli að Casemiro vildi ekki koma nálægt þvögunni; hann forðaðist hana af ótta við að fá spjald.

Hægt er að sjá myndir af þessu hér fyrir neðan.


Enski boltinn - Allt blómstrar á Old Trafford og þarfagreining á Anfield
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner