Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 24. febrúar 2023 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pique vonsvikinn með sitt gamla lið: Algjört helvítis rugl
Gerard Pique.
Gerard Pique.
Mynd: EPA
Gerard Pique, fyrrum varnarmaður Barcelona, var gríðarlega svekktur eftir tap Börsunga gegn Manchester United í umspili fyrir 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar í gær.

Fyrri leikur liðanna endaði með 2-2 jafntefli en í seinni leiknum í gær fór Man Utd með 2-1 sigur af hólmi eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleiknum.

Pique, sem lagði skóna á hilluna fyrr á þessu tímabili, fylgdist með leiknum og var svo í beinu streymi á Twitch að honum loknum. Þar tjáði hann skoðun sína á því sem fram fór.

Hann sagði einfaldlega: „Þetta var algjört helvítis rugl."

Pique var ekki sáttur með frammistöðuna hjá Barcelona en þetta er annað árið í röð þar sem liðið fellur í Evrópudeildina og dettur úr leik þar án þess að komast langt í útsláttarkeppninni.

Börsungar geta einbeitt sér að því núna að vinna spænsku deildina og spænska bikarinn, en liðið er með gott forskot á toppi La Liga.
Athugasemdir
banner
banner