Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 24. febrúar 2023 11:00
Elvar Geir Magnússon
Shearer: Stærra að vinna deildabikarinn en ná topp fjórum
Alan Shearer, fyrrum leikmaður Newcastle.
Alan Shearer, fyrrum leikmaður Newcastle.
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Á sunnudaginn mætast Manchester United og Newcastle í úrslitaleik enska deildabikarsins á Wembley.

Alan Shearer, markahæsti leikmaður í sögu Newcastle, segir mikilvægara fyrir Newcastle að vinna deildabikarinn en að enda í topp fjórum í deildinni og ná þar með Meistaradeildarsæti.

„Ég elska félagið og það sem Eddie Howe er að gera, ég vona að félagið vinni bikarinn fyrir stuðningsmennina," segir Shearer sem skoraði 206 mörk fyrir félagið milli 1996 og 2006.

„Ég get ekki beðið eftir þessu, þetta hefur verið löng bið. Ég er spenntur eins og allir aðrir stuðningsmenn Newcastle. Ég ætla á Wembley með vinum og fjölskyldu. Þetta verður góður dagur... ef við vinnum."

„Ég mæti á leikinn sem stuðningsmaður Newcastle. Þegar ég mun sjá stuðningsmenn flykkjast á völlinn verður það í eina skiptið sem ég myndi óska þess að geta farið í skóna aftur! Wembley er bara staður fyrir sigurvegara, þetta er hryllilegur staður ef þú vinnur ekki."

Loris Karius mun standa í marki Newcastle þar sem Nick Pope fékk rautt spjald í síðasta leik.

„Þetta er ekki óskastaða fyrir Newcastle. Pope hefur ekki misstigið sig síðan hann kom til félagsins. En Karius hefur frábært tækifæri til að sýna að hann er öflugur markvörður. Fyrir nokkrum dögum gat hann ekki einu sinni leyft sér að dreyma um að vera á bekknum! Þetta verður erfitt en ég vona að hann eigi leik lífs síns og fari heim með gullmedalíu," segir Shearer.

„Tel ég að Newcastle sé nægilega gott til að vinna? Já ég geri það. Bruno Guimaraes er kominn aftur og það er stór plús."

Shearer fæddist 1970, ári eftir að Newcastle vann síðast titil. Hann segir að það yrði stærra fyrir stuðningsmennina að vinna keppnina en að ná Meistaradeildarsætinu.

„Látið mig fá þennan bikar! Ég er glaður til í að liðið myndi enda um miðja deild ef það þýðir að liðið vinnur bikarinn. Þetta hefur verið of löng bið og ég þarf að sjá Newcastle vinna titil á minni lífsleið," segir Alan Shearer.

Athugasemdir
banner
banner